Tré og list er staðsett að Forsæti í Flóahreppi. Click here for english.

Aðeins er opið eftir samkomulagi.

Sendið okkur línu með því að smella hér.

Um Tré og list

Tré og list var opnað 19. ágúst 2007. Hjónin Bergþóra og Ólafur endurbyggðu gamalt fjós í frístundum sínum og tók hugmyndavinna og smíði u.þ.b. 4 ár. Tré og List er staðsett að Forsæti í Flóahreppi. Beint þar undir er Þjórsárhraun sem rann fyrir um 8700 árum og er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni frá því að ísöld lauk. Hraunið nær frá Veiðivötnum fram í sjó við Eyrarbakka og Stokkseyri. Þjórsá, lengsta á Íslands liðast hér um og 8 km. fyrir ofan er Urriðafoss, vatnsmesti foss landsins. Í austri er hið tignarlega og fræga elfdjall Hekla, hluti af stórkoslegum fjallahring sem nær frá Vestmannaeyjum að Reykjanestá.

Frá 1922 hefur sama ættin búið í Forsæti en þá hófst saga handverks og uppfinninga sem stendur enn. Hér í safninu er varðveitt verkstæði , vélar og uppfinningar Sigurjóns Kristjánssonar Forsæti f. 25 jan. 1908 d. 11.sept. 1990. Einnig er hér vefnaður og handverk konu hans Kristínar Ketilsdóttur f. 6. ág. 1914 d. 3.febr.1985. Safnið er helgað minningu þeirra hjóna.

Sigga á Grund

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir er fædd 30.maí 1944. Listakonan Sigga á Grund er án efa einn fremsti listamaður þjóðarinnar á sviði tréskurðarlistar. Hún hefur unnið að útskurði eftir pöntunum í tré, bein og horn, allt frá 12 ára aldri. Sigga nam útskurð í City & guilds of London art school. Má nú finna muni hennar vítt um heiminn og hefur hún ekki náð að anna eftirspurn í seinni tíð.

Ólafur og Sigga á Grund hafa unnið nokkra gripi saman. Nokkur af verkum Siggu á Grund eru til sýnis í Tré og list.

Ólafur Sigurjónsson

Ólafur Sigurjónsson er fæddur 19.janúar 1945. Ólafur er húsasmíðameistari og söngstjóri að mennt. Hann er hagleiksmaður og margt til lista lagt eins og sjá má hér í listasmiðjunni.

Bergþóra Guðbergsdóttir

Bergþóra Guðbergsdóttir fæddist í Njarðvík 19. ágúst 1946. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 18. mars 2024. Hún átti fyrstu hugmyndina að Tré og List.